Almannatengsl og kynningarmál

Við aðstoðum við uppbyggingu sterkari ímyndar með markvissum og árangursríkum samskiptum, t.d. við markhópa, almenning og fjölmiðla.

Viðburðastjórn og þjálfun

Við veitum ráðgjöf um árangursríka viðburði, tökum að okkur skipulag og stjórn þeirra og þjálfum stjórnendur og starfsfólk í framkomu og samskiptum.

Upplýsingagjöf og samskipti við fjölmiðla

Við leiðbeinum um uppbyggileg samskipti við fjölmiðla og vel undirbúna og árangursríka upplýsingagjöf, þjálfum talsmenn og vöktum umræðu.

Kynningarefni, útgáfa og miðlun

Við vinnum kynningarefni út frá styrkleikum mismunandi miðla, stýrum kynningarherferðum og ráðleggjum um markmið, útfærslur og heildarmynd kynningarefnis.

Samfélagsmiðlar og netorðspor

Við ráðleggjum um árangursríka notkun samfélags- og netmiðla, vinnum efni og stýrum bæði einstökum miðlum og markvissum átaksherferðum.

Krísustjórn og áfallasamskipti

Við ráðleggjum um skipulega og uppbyggilega upplýsingagjöf við erfiðar aðstæður og jákvæð áfallasamskipti við fjölmiðla og almenning.