Hver erum við?

Við erum fagfólk á sviði almannatengsla, fjölmiðlasamskipta, kynningarstarfs og miðlunar sem nýtum fjölbreytta reynslu til að hjálpa samstarfsaðilum okkar að ná markmiðum sínum. Reynsluheimur okkar spannar vítt svið, meðal annars utanumhald stórra kynningarherferða og viðburða, fjölbreytta efnisvinnslu, samskipti við stjórnsýsluna og samvinnu við fjölmiðla. Auk þess höfum við stýrt ýmiskonar stefnumótunarvinnu og áætlanagerð.

Hvað gerum við?

Við veitum ráðgjöf á ýmsum sviðum, t.d. varðandi almannatengsl, fjölmiðlasamskipti, fjölmiðla- og framkomuþjálfun, mótun skilaboða, skipulag og framkvæmd boðskipta og samskipti við stjórnvöld og stofnanir. Við tökum einnig að okkur viðburðastjórn, vinnslu kynningarefnis, skipulag og framkvæmd kynningarherferða, orðsporsmælingar og eigindlegar rannsóknir með rýnihópum svo eitthvað sé nefnt. Spurðu okkur endilega um fleira.

Hvað bjóðum við þér?

Umfram allt fagmennsku, trúnað, dugnað og sveigjanleika. Við leggjum áherslu á að nálgast hvert verkefni og hverja áskorun með opnum hug. Við horfum á heildarmyndina með samhengi stefnu, boðskipta og miðlunar í huga og trúum því að samvinna, gott skipulag, skýr markmið og trú á verkefnið varði öðru fremur veginn til árangurs. Við erum sannfærð um að tækifærin séu alltaf til staðar, alls staðar í kring um okkur. Það er okkar að grípa þau og nýta á sem bestan og jákvæðastan hátt.