Almannatengsl og kynningarmál

Við aðstoðum við uppbyggingu sterkari ímyndar með markvissum og árangursríkum samskiptum, t.d. við markhópa, almenning og fjölmiðla.

Viðburðastjórn og þjálfun

Við veitum ráðgjöf um árangursríka viðburði, tökum að okkur skipulag og stjórn þeirra og þjálfum stjórnendur og starfsfólk í framkomu og samskiptum.

Upplýsingagjöf og samskipti við fjölmiðla

Við leiðbeinum um uppbyggileg samskipti við fjölmiðla og vel undirbúna og árangursríka upplýsingagjöf, þjálfum talsmenn og vöktum umræðu.

Kynningarefni, útgáfa og miðlun

Við vinnum kynningarefni út frá styrkleikum mismunandi miðla, stýrum kynningarherferðum og ráðleggjum um markmið, útfærslur og heildarmynd kynningarefnis.

Samfélagsmiðlar og netorðspor

Við ráðleggjum um árangursríka notkun samfélags- og netmiðla, vinnum efni og stýrum bæði einstökum miðlum og markvissum átaksherferðum.

Krísustjórn og áfallasamskipti

Við ráðleggjum um skipulega og uppbyggilega upplýsingagjöf við erfiðar aðstæður og jákvæð áfallasamskipti við fjölmiðla og almenning.

Það er alltaf áhættusamt að tala við fjölmiðla. Þeir eru líklegir til að birta það sem maður segir.
Hubert H. Humphrey - varaforseti Bandaríkjanna 1977-78

Það er aðeins eitt í veröldinni verra en að vera umtalaður. Að vera ekki umtalaður.
Oscar Wilde - rithöfundur

Það tekur 20 ár að byggja upp orðspor en aðeins 5 mínútur að eyðileggja það.
Warren Buffett - fjárfestir

Fólk kaupir ekki vöru og þjónustu. Það kaupir tengsl, sögur og töfra.
Seth Godin - frumkvöðull

Hver erum við?

Við erum fagfólk á sviði almannatengsla, fjölmiðlasamskipta, kynningarstarfs og miðlunar sem nýtum fjölbreytta reynslu til að hjálpa samstarfsaðilum okkar að ná markmiðum sínum. Reynsluheimur okkar spannar vítt svið, meðal annars utanumhald stórra kynningarherferða og viðburða, fjölbreytta efnisvinnslu, samskipti við stjórnsýsluna og samvinnu við fjölmiðla. Auk þess höfum við stýrt ýmiskonar stefnumótunarvinnu og áætlanagerð.

Hvað gerum við?

Við veitum ráðgjöf á ýmsum sviðum, t.d. varðandi almannatengsl, fjölmiðlasamskipti, fjölmiðla- og framkomuþjálfun, mótun skilaboða, skipulag og framkvæmd boðskipta og samskipti við stjórnvöld og stofnanir. Við tökum einnig að okkur viðburðastjórn, vinnslu kynningarefnis, skipulag og framkvæmd kynningarherferða, orðsporsmælingar og eigindlegar rannsóknir með rýnihópum svo eitthvað sé nefnt. Spurðu okkur endilega um fleira.

Hvað bjóðum við þér?

Umfram allt fagmennsku, trúnað, dugnað og sveigjanleika. Við leggjum áherslu á að nálgast hvert verkefni og hverja áskorun með opnum hug. Við horfum á heildarmyndina með samhengi stefnu, boðskipta og miðlunar í huga og trúum því að samvinna, gott skipulag, skýr markmið og trú á verkefnið varði öðru fremur veginn til árangurs. Við erum sannfærð um að tækifærin séu alltaf til staðar, alls staðar í kring um okkur. Það er okkar að grípa þau og nýta á sem bestan og jákvæðastan hátt.

Tölum saman

Við viljum gjarnan heyra hvað við getum gert fyrir þig. Við svörum tölvupósti og símtölum eins fljótt og við getum og svo er alltaf heitt á könnunni í Aðalstrætinu ef þú vilt kíkja í heimsókn.

Kíktu í kaffi

Aðalstræti 2, 101 Reykjavík

Sendu okkur línu

ordspor@ordspor.is

Sláðu á þráðinn

690-9414